Leynideila uppi á sviði

Punktar

Leynideila pólitíkusanna Þorsteins Pálssonar og Svandísar Svavarsdóttur er háð fyrir opnum tjöldum. Á vefsíðum fjölmiðla deila þau um, hvort Vinstri græn eða Viðreisn sé að spilla sátt í pólitískri nefnd um sátt í sjávarútvegi. Auðvitað er athyglisvert, hvernig flokkum þessum og nokkrum öðrum tekst sí og æ að hindra markaðslögmál í sjávarútvegi. Felast í uppboði á veiðileyfum, svo að komast megi að raun um verðgildi þeirra. Og til að ná megi fé til fullrar velferðar að hætti norður-evrópu. Við skiljum ekki deilu Þorsteins og Svandísar, því að þau tala í gátum. Væru nefndarstörf gegnsæ, mundum við hin skilja, hvað þau eru að deila um.