Í Bandaríkjunum eru fjölmiðlar gefnir út til að segja fréttir og gera það óspart. Þar er félagslegur rétttrúnaður, að allt sé gegnsætt. Í því skyni hafa blaðamenn beinan aðgang að þúsundum gagnabanka, á netinu eða á CD-diskum, um fasteignir og veðbönd, ökutæki og dómskjöl, um fangavist manna og greiðslur til stjórnmálaflokka. Hér eru fjölmiðlar hins vegar gefnir út til að staðfesta þann félagslega rétttrúnað, að allt sé í lagi og eigi því að vera leyndó. Enginn gagnabanki er frjáls og opinn, en menn geta gluggað í suma, svo sem þjóðskrá og símaskrá og séð húsið sitt á loftmynd.