Leynd einkavinavæðing

Punktar

Þótt 90% okkar séu andvíg einkavinavæðingu heilsumála, hamast bófarnir við að magna hana. Um alla borg rísa vasa-sjúkrahús með takmarkaðri ábyrgð. Þau ráða bara við hefðbundin tilvik. Ekki er gert ráð fyrir sjúkrarúmum. Fari aðgerð úrskeiðis, eru sjúklingarnir sendir á bráðagáttir Landspítalans. Ríkið getur séð um það erfiða. Vasa-sjúkrahúsin þarf að leggja niður og tækjavæða Landspítalann í staðinn. Þar er öll sérfræði á einum stað. Þjóðin vill, að Landspítalinn taki frítt við öllum. En ríkiskontóristar Sjálfstæðisflokksins knýja á einkavæðingu, einkum fanatískur forstöðumaður Sjúkratrygginga ríkisins. Gerum hann landrækan.