Létta leiðin ljúfa

Megrun

Flas gerir engan flýti. Þú verður ekki grannur til frambúðar með markvissu átaki. Tilraunir til öfgafulls mataræðis eru dæmdar til að mistakast, verða jó-jó. Líkaminn mun mótmæla illri meðferð og sérstaklega mun hann bregðast hart við sulti. Í nokkrum pistlum mun ég skýra, hvernig létta leiðin ljúfa hentar betur. Líttu á megrun sem langvinnt verkefni. Settu þér ekki of stíf markmið. Betra er að ná smám saman tökum á vandanum. Þá muntu smám saman einnig öðlast þá hugarró, sem þú þarft að hafa til að viðhalda fengnum bata. Í pistlum þessum er stefnt að varanlegum bata. Og góðir hlutir gerast hægt.