Letingi nuddar stírur

Punktar

Frá upphafi framkvæmda við stórvirkjun á Austurlandi hafa fjölmiðlar verið fullir af frásögnum um ólöglega starfsmenn. Samt hefur Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, sofið værum svefni árum saman. Annað hvort er hann svona óvenjulega latur kerfiskarl eða honum er sagt að hafa hægt um sig. Eftir mörg ár er nú fyrst verið að tala um, að sektir kunni að vofa yfir fimmtán fyrirtækjum. Aðaltrúnaðarmaður stéttarfélaga við Kárahnjúka telur, að 60-80 ólöglegir starfsmenn séu þar nú. Gissur veit auðvitað lítið um það, nuddar bara stírur. Er hægt að hafa svona latan mann í embætti?