Leppurinn afnuminn

Punktar

Brezka herstjórnin í Írak hefur í tæp fjögur ár byggt upp herlögreglu í Basra í suðurhluta landsins. Í tæp fjögur ár hefur hún verið í nánu samstarfi við þetta afkvæmi sitt. Niðurstaðan af samstarfinu var, að á jóladag réðist brezki herinn á höfuðstöðvar afkvæmisins í Jamiat í Basra og jafnaði þær við jörðu, lagði niður starfsemina. Afkvæmið hafði verið stórtækt í pyndingum og morðum undir handarjaðri Breta, sem nú allt í einu telja mælinn vera fullan. Svona er hernámið í Írak. Heimsveldin hafa ekki einu sinni stjórn á sérvöldum leppum sínum, hvað þá þjóðinni.