Lélegt fiskirí í hatrinu

Punktar

Lélegur fannst mér afli Framsóknar af prufukeyrslu á moskuhatri botnfallsins í samfélaginu. Flokkurinn halaði sig upp um 1,5% kjósenda, það var allt og sumt, allt frá Sjálfstæðis. Stenzt engan samanburð við hatursflokka víða um Evrópu, sem sumir fóru yfir 10% atkvæða fyrir viku. Það gefur semsagt lítið í aðra hönd á Íslandi að fiska í gruggi haturs á hinu ókunna, á öðrum þjóðum, annarri trú og annarri menningu. Nýja könnunin ætti að vera fagnaðarefni öllum, sem hafna rasisma og nýfasisma. Fátt bendir hér til, að marktækan afla sé þar að hafa. Botnfall þjóðarinnar er fámennt í erlendum samanburði. Til hamingju.