Lekinn rann til okkar

Fjölmiðlun

Áratugum saman var leki til innvígðra, einkum Sambands íslenzkra samvinnufélaga og heildsala Sjálfstæðisflokksins, greiðasta leiðin til auðs. Gengislækkanir fylltu fjárhirzlur innvígðra. Núna átti afnám gjaldeyrishafta að vera tækifæri útvalinna braskara til að komast yfir gengismun. Þá og nú var hin heittelskaða króna í þungamiðjunni. En BIngi sá við þessu, lét DV birta lekann. Þessu urðu sjálfstæðisbófar öskureiðir, Már var vakinn upp í Seðlabankanum og skyndifundur haldinn á alþingi. BIngi ætti að fá blaðamannaverðlaun ársins fyrir eflingu gegnsæis. Málið sýnir, hversu brýnt er, að skríllinn fái aðgang að leynigögnum.