Leitin að fíkninni

Megrun, Punktar

Trúverðug er kenning læknanna Kára Stefánssonar og Þórarins Tyrfingssonar um, að fíkn sé harðvíruð í heilabúi efnisfíkla. Þeir staðsetja vandann í arfgengum taugabrautum í heila, sem magnist upp við notkun áfengis eða annarra fíkniefna. Fíkn á sér þannig arfgengar rætur og magnast síðan við aðstæður og aðgengi í umhverfi fíkilsins. Fíkillinn fær ekki ánægju hins venjulega manns nema með því að pumpa sig upp með fíkniefninu. Verkefni meðferðar felst þá í að endurstilla arfgengar taugabrautir, sem oft er harðsnúið. Lengi hefur verið beðið eftir lyfjum til að létta meðferð, en þau hafa látið á sér standa. Mjög athyglisvert.