Í dag er leikhúsdagurinn mikli. Fram stíga verkalýðsrekendur og berja sér á brjóst. Segjast vera miklar verkfallshetjur, sem hafi hagsmuni almennings að leiðarljósi. Nýbúnir að sitja á löngum fundum með atvinnurekendum. Búnir að taka opinberlega undir margvíslegt óráð þeirra. Heimta sátt við kvótagreifa og morð fjár til verktaka í vegagerð. Nokkrum dögum fyrir 1. maí snerist verkalýðsrekendum hugur. Þeir neituðu allt í einu að staðfesta samninga, sem þeir voru búnir að gera munnlega. Er bara leikrit til að gera sig breiða í augum þrælanna. Eftir þrjár vikur byrja aftur faðmlög við Vilhjálm Egilsson.