Leiguhúsnæði lífeyrissjóða

Punktar

Góð er hugmynd nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar um, að lífeyrissjóðir megi reka leiguhúsnæði. Þeir hafa samið um það frumvarp á Alþingi. Auðvitað verða sjóðirnir sjálfir að vilja það og þeir þurfa að hafa af því ávöxtun. Þetta gæti orðið til að framkalla leigumarkað hér á landi eins og í öðrum löndum. Hér hefur ríkt sjálfseignarstefna með hörmulegum afleiðingum fyrir marga í kreppunni. Sumir hafa ekki áhuga á að skuldbinda sig í ævilangt þrælahald fyrir húsnæði. Leiguhúsnæði sjóðanna getur líka hleypt í lífi í fasteignamarkað og gert verðlag stöðugra. Hugmyndina þarf að skoða vel.