Eini galli Flúða er, að bakaríið er á Selfossi og fiskbúðin í Reykjavík. En sá galli á víðar við í sveitum landsins. Hér fæst frábært grænmeti af ýmsu tagi, jafnvel við vegkantinn. Kaupfélagið hefur Reykjavík í mestum metum og selur bara grænmeti þaðan. Hér eru tvö dágóð veitingahús sitt hvoru megin þjóðvegar. Í kaupfélaginu situr Ásgeir héraðshöfðingi í kaffikróknum með aðdáendur í þéttum hnapp. Hann hætti puðinu, seldi okkur Ævari jörðina. Nú erum við Ævar í puðinu. Kaffið í kaupfélaginu er furðulega vont. En þar mátti til skamms tíma fá tyrkneskan pipar, sem hélt mér vakandi í bæinn.