Leiðréttið villur núna

Hestar

Velgengni bókar minnar, Þúsund og einnar þjóðleiðar, á jólavertíðinni leiddi til krafna um frekari útfærslu. Útgefandi minn gefur kannski kortin út á ensku. Hvaða leið, sem farin verður, þá þarf að endurprenta kort og texta. Þá skiptir miklu, að hreinsaðar verði út villur. Í bók hundrað staðreynda um þúsund leiðir eru alls um hundrað þúsund staðreyndir. Þar af hljóta hundrað staðreyndir að vera beinlínis rangar, 0,1%. Nú hafa ótalmargir haft færi á að lesa bókina eftir jólin. Þar af sumir, sem þekkja betur til en ég. Brýnt er, að þeir sendi mér nú þegar leiðréttingar í tölvupósti á jonas@hestur.is.