Leiðinlegar stéttir

Punktar

Stjórnmálafólk og fjármálafólk virðist vera skemmtilegt og lífsreynt í sambúð. Að minnsta kosti helzt þeim vel á mökum. Þetta er ekki tvígift eða marggift fólk. Þannig er um Davíð og Halldór og flesta hina. Hins vegar draga poppið og leiklistin og sjónvarpið að sér leiðinlegra fólk, sem helzt illa á mökum. Ég nefni engin nöfn, af því að DV er svo virðulegur fjölmiðill. Gaman væri, að einhver fjölmiðill kannaði hlutföll skilnaða í ýmsum stéttum þjóðfélagsins og fengi fræðinga til að svara spurningunni um, hvers vegna sumar stéttir virðast óþolandi og/eða fákunnandi í sambúð.