Leiðindi og veðurfar

Punktar

Reykjavík dettur úr tízku ferðabransans samkvæmt borgavísitölu Anholt ráðgjafanna. Af 60 borgum er Reykjavík komin niður í 45 sæti, næst á eftir Seúl. 20.000 voru spurðir. Næturlífið þykir ekki lengur spennandi, enda er tæpur áhugi manna á kaldsömu fylleríi norður í ballarhafi. Menn átta sig á, að veðrið á Íslandi er ekki temprað. Hverjir nenna að ganga milli biðraða að okurbjór í roki og frosti eða rigningu og krapa? Vísitalan markar ekki heimsendi, en hún auglýsir timburmenn eftir firrtar væntingar ferðabransans.