Leggjum fálkann niður

Punktar

Höfum lent í að sjá geistlega riddara fálkaorðunnar hafa verið meindýr. Sama er að segja um bófana, sem fengu fálkaorðuna í útrásaræði forsetans. Finnst samt ekki taka því að slíta orður af lifandi eða látnum. Ekki verður hægt að strika út söguna á þennan hátt. Hins vegar er allur skandallinn lærdómsríkur og ætti að leiða til afnáms hégiljunnar. Fálkaorðan er liður í skrípó, sem kallað er diplómatía. Sendiherrar klína þessu hver á annan og kokkar þeirra fá sérstakt forsetamerki. Embættismenn fá fálkann fyrir að mæta í vinnunni. Ærlegt fólk tekur ekki í mál að taka við fálkanum. Leggjum hann bara niður.