Laxárdalsheiði

Frá Munaðartungu í Króksfirði að Skeljavík í Steingrímsfirði.

Byrjum á þjóðvegi 60 rétt austan við Munaðartungu. Förum til austurs fyrir norðan Gillastaðafjall og þaðan norðaustur á Langahraun austan við Laxárdal. Þar komum við á jeppaslóð frá Gillastöðum og fylgjum henni um skeið. Áfram norður yfir Þriðjungaá að Miðheiðarborg í 590 metra hæð. Síðan norðaustur um bratta Sprengibrekku, Heiðaskarð og bratta sniðgötu um Kerlingarskarð norður og niður að Þiðriksvallavatni. Förum vestan við vatnið og norður fyrir það undir Stórhöfða og áfram vestur að þjóðvegi 61 sunnan við Skeljavík.

26,3 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bæjardalsheiði, Kálfanes, Vaðalfjöll.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort