Lausn húsnæðisvandans

Punktar

Venjuleg viðbrögð pólitíkusa við hærri húsnæðiskostnaði fólks er að skipa nefnd í málið. Auðvitað skipar Eygló Harðardóttir hverja nefndina á fætur annarri í þetta mál. Og frambjóðendur til formennsku í Samfylkingunni segjast vilja finna lausn á málinu. Fáir líta á orsökina: Greiðslugeta fólks minnkar, laun lækka í samanburði við húsnæðiskostnað. Svo er komið í fyrsta sinn um áratugi, að ungt fólk hefur hvorki efni á að leigja né kaupa húsnæði. Einfaldasta leiðin til að leysa málið er að brúa bilið milli launa og húsnæðiskostnaðar. Að knýja fram réttlát laun. Gráðugir auðgreifar hafa efni á að borga hálfa milljón á mánuði.