Lausn fannst loksins

Megrun

Í nærri hálfa öld átti ég í varnarstríði við offitu vegna óhæfilegs dálætis á mat. Komst hæst í 125 kíló, en er nú blessunarlega bara í 90 kílóum. Áður var ég tvisvar á kúr. Fyrst í 15 ár á Atkins. Virkaði vel, en var óhollur. Síðar í 10 ár í samfélagi óvirkra matarfíkla. Virkaði vel um tíma, en ég var ekki nógu vel undirbúinn. Á milli strögglaði ég óskipulega. Nú hef ég fundið léttu leiðina ljúfu. Grunnurinn er í kaloríutalningu og matardagbók. Ofan á er lífsreynsla matarfíkla í bata. Kaloríutalning er fín, en nægir stundum ekki, því ofát og offita eru oft merki um fíkn. Merki um öflugan andstæðing.

(Hér munu af og til birtast svona greinar á næstunni. Safnast svo fyrir í greinaskjóðunni “Megrun” hér hægra megin)