Laufrönd

Hringleið um Laufrönd frá jeppaslóðamótum leiðar um Öxnadalsdrög og leiðar þvert yfir Ódáðahraun.

Laufrönd er gróðurlendi með lækjum og lindum í Ódáðahrauni austan Skjálfandafljóts. Þar vex loðvíðir og þar verpir snæugla í Laufrandarhrauni.

Byrjum rétt norðan jeppaslóðamóta leiðar um Öxnadalsdrög og leiðar þvert yfir Ódáðahraun. Förum eftir jeppaslóð hringleið um Laufrönd og komum hingað til baka aftur. Förum fyrst norðvestur í skálann Slakka í mynni Hraunárdals, rétt hjá Skjálfandafljóti og Kiðagili. Höldum síðan suður Hraunárdal í Laufrönd og að Hitulaug. Að lokum norðaustur að upphafspunkti ferðarinnar.

42,6 km
Þingeyjarsýslur

Skálar:
Slakki: N65 03.317 W17 37.044.

Jeppafært

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson