Látraháls

Frá Hvallátrum í Látravík um Látraháls til Breiðuvíkur.

Breiðavík er þekktust fyrir misheppnað uppeldisheimili drengja, sem þar var.

Förum frá Hvallátrum vestan þjóðvegar 612 að gamla reiðveginum sem gengur upp Látraháls í sneiðingum um það bil hálfum kílómetra vestar en þjóðvegurinn fer upp á Hálsinn. Hann er 210 metra hár. Fylgjum reiðgötunni sem er vel vörðuð. Þar sem Hálsinn er hæstur, er stærri varða en aðrar á leiðinni og getur hún veitt skjól. Nefnist hún Húsvarða.

6,4 km
Vestfirðir

Nálægar leiðir: Bjargtangar, Látraheiði, Stæðavegur, Brúðgumaskarð, Breiðuvíkurheiði, Breiðuvíkurskarð, Hænuvíkurskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort