Látið ekki bófana sleppa

Punktar

Stjórnendur Landspítalans segja efnislega: Þetta er vont, en það venst, verði það ekki verra. Svo verður það verra. Þá segja þeir efnislega: Þetta er vont, en það venst, verði það ekki verra. Svo verður það verra. Fatta ekki, að rólega er spítalann kyrktur til að rýma fyrir einkarekstri. Spítalafólkið tekur á sig ábyrgð af að segja engan skaðast. Samt skaðast fólk og deyr núna drottni sínum. Ríkisstjórnarbófar eiga að bera ábyrgðina, ekki spítalafólk í spennitreyju. Það á að segja: Þetta er komið yfir mörkin, við ráðum ekki við þetta lengur. Verðum að rifa segl, skerða þjónustu og rýra lífslíkur vegna ofbeldis pólitískra bófa.