Lásu ekki Hannes

Punktar

Enn ein skýrslan varar við sukki mannsins með gjafir náttúrunnar. Sir Nicholas Stern, fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðabankans, fer fyrir hópi vísindamanna, sem segir, að fjárhagslega óbærilegt verði fyrir mannkyn að spyrna við fótum, ef aðgerðir tefjist enn. Ef strax verði farið að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda, muni fyrirtæki hins vegar græða. Skýrslan lítur hagfræðilegum augum á vandann. Meðal höfundanna er aðalráðgjafi brezku stjórnarinnar í vísindum, Sir David King. Samkvæmt henni verður strax að minnka útblástur. Höfundarnir hafa ekki lesið Hannes Hólmstein.