Lastið ekki lögmálin

Punktar

Fínt er, að menn reyni að selja 139 fermetra íbúð í blokk á 68 milljónir króna. Það er að vísu þrefalt meira en venjulegt er. Markaðslögmál ráða þessu, ekki álitsgjafar. Peningarnir verða að sirkúlera. Aðeins eitt gæti verið athugavert, að athafnamenn hafi fengið forgang að lóð og verði út á framkvæmdir fyrir gamla fólkið. Þeir eiga þá að svara til saka fyrir það. Að öðru leyti minnir þetta á hálfhrundu blokkina við Skúlagötu. Þar borgaði fólk svipað verð og hættir á, að fá veggflísar fljúgandi í hausinn. Ef menn vilja borga, þá borga þeir og málið er dautt. Lastið ekki markaðslögmálin.