Lárur Hönnur Einarsdætur

Fjölmiðlun

Væru hér fjölmiðlar í alvörunni mundu Lárur Hönnur Einarsdætur vera á hverri ritstjórn. Þær mundu klippa saman myndskeið og textaskeið, sem sýna, hvernig pólitíkusar verða margsaga og ganga um síljúgandi. Ég hef nefnt mörg dæmi um slíkt, en hefðbundnir fjölmiðlar láta þetta að mestu leyti vera. Pólitíkusar á borð við Ólaf Ragnar Grímsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson væru hlegnir út af borðinu alls staðar á Vesturlöndum. Hér komast menn upp með alls konar rugl, því að fjölmiðlar kryfja ekki. Síðan ganga pólitíkusar á lagið eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er ein af orsökum lýðræðisbrests á Íslandi.