Langversta rekstrarformið

Punktar

Hlutafélagavæddar stofnanir hins opinbera misnota yfirleitt einokun sína til að haga sér verr en verstu dólgar einkabransans. Þekkt dæmi úr fréttum ársins eru Isavia og Strætó og Sinnum. Isavia breytti Leifsstöð úr flugstöð í okurmarkað og neitar að gefa upplýsingar um undarlega meðferð útboða. Strætó semur við bófa um flutning á varnarlausum öryrkjum. Sinnum rekur sjúkrahótel, þar sem sjúklingar gráta sig í svefn við ömurlegar aðstæður. Ferðinni ráða forstjórar, sem eru viti sínu fjær af græðgi og mannvonzku. Breyta þarf öllum fyrirbærum af þessu tagi í ríkisstofnanir, sem lúta opinberum reglum um heiðarleg samskipti.