Langisjór bíður

Punktar

Enn eru til einstæð náttúruverðmæti, sem bíða þess, að athafnamenn hins opinbera komi til að eyðileggja þau. Landsvirkjun hefur augastað á Langasjó, sem er önnur helzta náttúruperla landsins á eftir Þjórsárverum. Vegna sjónarmiða Framsóknar og Landsvirkjunar verða áhugamenn um náttúruvernd þegar að grípa til varna. Það er ekki nóg að fagna pólitískri niðurstöðu í Þjórsárverum, þegar landeyðingaröflin hafa Langasjó í sigtinu. Baráttan fyrir náttúru landsins verður ströng á næstu árum eins og hún hefur verið undanfarin ár. En tíminn vinnur óneitanlega með okkur.