Langdreginn fréttatexti

Fjölmiðlun

Algeng þvogla í texta felst í, að höfundur slengir saman tveimur eða fleiri aðalsetningum í eina málsgrein. Oftast eru þær tengdar með OG eða EN. Þær verða því allt of langar og torskildar. Dæmi um þetta má sjá á bls. 4 í Mogganum í dag. Þar fjallar aðalgreinin um verð á sumarbústaðalóðum. Neðst í þriðja dálki er 45 orða málsgrein. Á bls. 6 er aðalfréttin frá fundi um geðheilbrgiði. Í fremsta dálki er 45 orða málsgrein. Þetta er langt umfram hefð í texta á íslenzku. Í góðum skoðanatexta eru lengstu málsgreinar ekki lengri en 23 orð. Í góðum fréttatexta fer lengd þeirra aldrei yfir 17 orð.