Langdregið

Punktar

Atriðin í Skaupinu voru óvenjulega langdregin og greinilega dýr í uppsetningu. Of mikið skopast að liggjandi smáfólki, en of lítið að hrokafullum belgingum á fjóshaugum. Sum atriðin voru svo löööööng, að stjórnendur þurftu að klippa þau í framhaldsþætti. Eða keyra upp með hávaða og látum í Hinum Nýja Leikhússtíl. Hló aldrei og kímdi sjaldan. Ekki langaði mig að sjá Skaupið aftur á morgni nýjársdags. Skaupið er sem betur fer ekki lengur miðlægt í mínu umhverfi. Enda er veruleiki hversdagsins orðinn snöggtum fyndnari en leiknar stælingar.