Landstjóri í blekkingaleik

Punktar

Landsstjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir varla satt orð. Hann segir ríkisstjórnina ráða stefnu sinni. En hann stjórnar henni sjálfur. Segir peningamálastefnunefnd Seðlabankans ráða forvöxtum. En hann stjórnar þeim sjálfur. Segir afgreiðslu lána frá sjóðnum vera óháða samþykkt Alþingis á samningi um IceSave. En hún er greinilega tengd. Segir ráðamenn Bretlands og Hollands ekki hafa áhrif á sjóðinn. En þeir stjórna honum samt meira eða minna. Allt hjal Franek Roswadowski er tóm blekking, honum til skammar. Alþjóða gjaldeyrissjóðinn setur niður við tálsýnir, rugl og endurtekna lygi.