Landspítalinn reddar því

Punktar

Lausagangur og stjórnleysi hafa einkennt samskipti Sjúkratrygginga við einkareknar læknastofur. Þar hefur sumpart verið um að ræða sjálftekt einkarekinna stofa í samkeppni við Landspítalann. Illa framkvæmdar aðgerðir á Klínikinni hafa ennfremur leitt til þungra björgunaraðgerða á Landspítalanum. Landlæknir og Ríkisendurskoðun hafa gagnrýnt þessa sjálftekt, sem felur í sér aukinn heilsukostnað. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur þyrlað upp ryki til að dylja eigið frumkvæði að einkavæðingu heilsuleysis. Lög hafa verð túlkuð svo, að einkaskurðstofur þurfi ekki sérleyfi og geti leyft sér að skilja eftir hálfkaraða vinnu og látið Landspítalann redda því.