Landsins bezti flækjustíll

Punktar

Mikið er ég feginn, að Hótel Holt skuli vera til og hafa verið jafn gott og traust veitingahús eins lengi og elztu menn muna, ýmist bezti eða næstbezti staður landsins. Verið getur, að Vox sé jafngóður á kvöldin, en ekki í hádeginu. Og kannski fleiri hús, en enginn staður er betri en Holtið. Þar á ofan er það ekki lengur eitt af þeim allra dýrustu, heldur bara eitt af dýrari veitingahúsunum, 6100 krónur þríréttað án drykkja. Á Vox er verðið 6800 krónur. … Samt var Holtið betra fyrir áratug, þegar matreiðslan var nýfrönsk. …