Landsföður-ferillinn

Punktar

Styrmir Gunnarsson varð kunnur af kenningu um að íslenzk pólitík væri ógeð. Í Kastljósi um daginn útskýrði hann þó, að fundir pólitíkusa með ritstjórum Moggans hefðu ekki flokkast undir ógeð. Nú vill svo til, að verulegur hluti af öllu baktjaldamakki í svokölluðum “reykfylltum bakherbergjum” fór einmitt fram á Mogganum. Þar var sjálft ógeðið skipulagt. Jafnvel kommarnir hrósuðu sér af að hafa fengið að mæta hjá Styrmi. Þegar Þorsteinn Pálsson neitaði að mæta, var honum aldrei fyrirgefið. Síðar tók Davíð völdin af Styrmi, beygði hann undir sig. Einræði tók við af Styrmisræði. Þannig lauk landsföðurferli.