Landsbyggðin skánar

Veitingar

Víða eru veitingahús að skána úti á landsbyggðinni. Aðalatriðið er að forðast benzínstöðvarnar, þar sem afleitir skyndibitar eru boðnir af ófaglærðum og áhugalausum unglingum. Sjálfstæðir veitingastaðir eru betri, einkum ef þeir eru ekki of stórir. Þar er oft skaplegt verð og gæði. Í stóru sölunum hefur fólk meiri tilhneigingu til að selja matinn eins og þetta væri Holt eða Grill. Við þurfum að koma upp gæðamati veitingahúsa á landsbyggðinni. TripAdvisor er að gott upp að vissu marki, en tekur samt víða feilspor. Hótel eru oft ekki eins full og haldið er, víða hægt án fyrirvara að fá pláss. Enn er margt þolanlegt við Ísland.