Jakob Valgeir Flosason er einn fjárglæframanna, er njóta sérstakrar náðar Landsbankans, sem er í eigu ríkisins. Fyrirtæki hans fá milljarða króna afskriftir, meðan bankinn ræðst á venjulegt fólk. Þetta er það nýja Ísland, sem ríkisstjórnin fól Gylfa Magnússyni bankaráðherra að reisa. Nákvæmlega eins og gamla Ísland, rotið í gegn. Bófar sitja í Bankasýslu ríkisins og bófar sitja líka í yfirmannastöðum bankanna. Þetta brenglaða gengi telur, að fjárglæframenn séu rétthærri en annað fólk. Telur þá meira að segja vera allra hæfasta til að reka fyrirtæki. Allt er þetta ávísun á annað hrun.
