Smám saman er að koma í ljós, að stöðugleikaframlagið gefur í aðra hönd aðeins brot af áður ráðgerðum stöðugleikaskatti. Hann átti að nema 857 milljörðum, en framlagið mun aðeins útvega 260-345 milljarða. Þar af meiriparturinn í eignum, en ekki í reiðufé. Þetta kemur fram í trúverðugum útreikningi Fréttablaðsins í dag. Mér sýnist ljóst, að spuni ríkisstjórnarinnar jafngildi landráðum. Felur í sér meira tjón en illræmd stjórn Davíðs á Seðlabankanum og er þá mikið sagt. Stafar auðvitað af, að einkavinir undir pilsfaldinum eru atkvæðamiklir í hópi hrægammasjóðanna, sem eiga föllnu bankana. Landráðin eru skandall aldarinnar.
