Landnám aspa

Punktar

Við eigum ekki að vera andvíg öspum, bara gróðursetja þær ekki of nálægt húsum. Aspir standa sig vel og skjóta sterkum rótum, sem geta skaðað mannvirki. Þótt þær séu ekki upprunalegar í náttúrunni, eru þær hliðstæðar og svipaðar upprunalegum trjátegundum landsins. Gaman er sjá dugnaðinn í öspum, sem láta ekki veður og vinda buga sig, heldur rísa þráðbeint, hratt. Mun hraðar en aðrar trjátegundir. Við þurfum á öllu þessu að halda, trjám, runnum og lyngkvisti. Beztur er sjálfsprottinn kvistur á vernduðu svæði. En við skulum ekki lasta nýja laufviðartegund, sem spjarar sig sjálf.