Landinu til sóma

Veitingar

Áramótauppgjör þessa bloggs snýst auðvitað um aðalatriðið, gæði matstaða, sem eru opnir í hádegi. Tvö standa fremst, Sjávargrillið og Matur & drykkur. Þar bregzt ekki matreiðsla; húsakynni og þjónusta eru notaleg. Næst koma Restó og Verbúð 11. Matreiðslan er í toppi á Restó, en húsakynni í mínus. Í Verbúð 11 eru húsakynni dauf. Þriðja bezta hópinn skipa Fiskfélagið og Grillmarkaðurinn. Of mikið er um breytingar í þjónustu á fyrri staðnum og fisk dagsins vantar á þann síðar. Svo kemur Apótekið í frábærum húsakynnum. Loks koma við toppinn Kopar og Tilveran. Mér sýnist eigandinn hættur að elda á Kopar og í Tilverunni vantar huggu í húsakynnum. Af gömlum vana er Holtið í tíunda sæti, ef þú kannt ensku. Allir staðirnir eru landi og þjóð til sóma, fá Jónasar-stjörnuna 2015.

1. Sjávargrillið, Skólavörðustíg 14/Óðinsgötu
2. Matur & drykkur, Salthúsinu Grandagarði 2
3. Restó, Rauðarárstíg 27-29
4. Verbúð 11, Geirsgötu 3
5. Fiskfélagið, Grófinni/Vesturgötu 2a
6. Grillmarkaðurinn, Austurstræti/Lækjargötu 2a
7. Apótekið, Austurstræti 16/Pósthússtræti
8. Kopar, Verbúðunum/Geirsgötu 3b
9. Tilveran, Linnetstíg 1 Hafnarfirði
10.Holtið, Bergstaðastræti 37