Landflótti magnast

Punktar

Á þessu ári er í fyrsta skipti hafinn landflótti, án þess að hann fylgi beint í kjölfar kreppu. Alls fluttu 3.210 íslenskir ríkisborgarar frá Íslandi á fyrstu níu mánuðum ársins, um 1.130 fleiri en fluttu til þess. Rosalegar tölur í litlu samfélagi. Sjúkrageirinn er kominn á flot vegna fólsku ríkisstjórnar greifanna. Andverðleikakerfið íslenzka birtist á öllum sviðum. Flestir ríkisforstjórar eru handvaldir af bófum með tilliti til getuleysis. Menntaðir flykkist til landa, þar sem hæfni er metin að verðleikum. Ísland liggur lamað eftir í skítnum. Við erum fórnardýr taumlausrar hægri stefnu andverðleika, sem sogar burt allan dug.