Land hins vígreifa greifa

Punktar

Burma er hitt landið, þar sem seðlabankastjórinn er ekki hagfræðingur. Allir seðlabankastjórar heimsins eru betur menntaðir en Davíð Oddsson. Jafnvel sá í Simbabve. Erlendir sérfræðingar segja, að Davíð njóti einskis trausts. Hann hefur hvatvíslega boðað vanskil og rússagull. Og með því valdið náttúruhamförum. Við getum ekki lengur staðið undir því að hafna lærdómi og fagmennsku. Getum ekki lengur haft tröllatrú á þessum vígreifa greifa Flokksins. Flokkurinn og Geir geta ekki haldið áfram að sökkva Íslandi með gereyðingarvopni í Seðlabankanum.