Átökin í Frakklandi sýna okkur framan í örlög, sem markaðsbúskapur og hnattvæðing búa öllum ríkjum Evrópu, ef ekki verður hindraður flótti þeirra frá félagslegum markaðsbúskap. Þrátt fyrir árvissan hagvöxt er annar tveggja hornsteina samfélagsins á undanhaldi, velferðin. Ungmennum er boðin bráðabirgðavinna með minna öryggi. Enginn getur skýrt, að hagvöxtur þurfi að leiða til lakari velferðar. Ef svo heldur fram sem horfir, verða meiri óeirðir í Evrópu gegn markaðsbúskap en Karl Marx hefði getað dreymt um. Límið í samfélagi nútímans er farið að bresta.
