Góð grein um eldgosið í Lakagígum 1783 er í nýjasta tölublaði Economist. Þar er mikið vitnað í Jón Steingrímsson eldprest og einnig í Sæmund Hólm, sem þá var í Kaupmannahöfn. Tímaritið fylgir áhrifum eldgossins um hnöttinn og birtir ágætis kort um þau. Gosið hafði bein áhrif á allt mannkyn, olli fyrst og fremst fimbulkulda árum saman. Fjórðungur Íslendinga dó úr hungri af völdum Laka, helmingur hrossa og þrír fjórðu alls sauðfjár. Mun fleiri fórust þó í Egyptalandi og Japan vegna meira þéttbýlis á þeim slóðum. Alls fórust milljónir manna af völdum Laka. Greinin er á heimasíðu Economist.