Lagatæknir skáldar

Punktar

Þegar lagatæknir semur lögfræðiálit fyrir málsaðila, kemst hann ævinlega að raun um, að málstaður hans sé réttur. Þegar Jón Steinar Gunnlaugsson kemst að einhverju fyrir nafnlausan kvótagreifa, gildir hið sama. Þótt Jón Steinar segi eignarhald kvótagreifa á aflaheimildum vera stjórnarskrárvarið, er það bara hefðbundið bull. Stjórnarskráin segir ekkert um það. Hins vegar segja landslög: “Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.  . . . Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.” Orðrétt.