Læstur skáli ei leigður

Hestar

Í bók minni “Þúsund og ein þjóðleið” er listi yfir 400 skála við þjóðleiðir í óbyggðum. Skráð er staðsetning, búnaður og símanúmer staðarhaldara. Framan við skrána stendur stóru letri: “Nafn skála á lista þýðir ekki, að öruggt sé, að hann sé til leigu. Talið við umsjónarmann.” Á fésbók kvartar Jakob Bjarnar Grétarsson yfir birtingu ónafngreinds skála nálægt Fljótsdal. Segist eiga skálann og ekki vilja láta vísa á hann. Fleiri dæmi eru sennilega um slíkt. Tilvist skála á fjalli þýðir alls ekki, að nota megi hann án leyfis. Læstur skáli er ekki til leigu. Skálaskráin segir bara, að hann sé þarna.