Lærum af vanda Feneyja

Ferðir

Feneyjar voru eitt heimsveldanna fyrir nokkrum öldum. Borgin er fyrir löngu orðin að safni um sína eigin fortíð. Þar búa 60.000 manns og taka við 80.000 manns á degi hverjum. Voldug skemmtiferðaskip sigla framhjá Palazzo Ducale, sem er eins og legó-kubbur í samanburði. Feneyingar segja að nú sé komið meira en nóg, skammta þurfi aðgang með aðgöngumiðum. Samt er enn auðvelt að finna kaffihús og veitingahús með fleiri heimamönnum en túristum. Samt eru enn sund og brýr, þar sem fortíðin ríkir ein. Við getum sumt lært af vanda Feneyinga. Einkum þarf innviði: Eftirlit, klósett, viðhald og göngustíga.