Lærið af sárri reynslu

Punktar

Senn kemur sá tími, að fjölmiðlar freistast til að búa til töflur, þar sem fram kemur mikið eða lítið samræmi skoðana þinna og stjórnmálaflokkanna eins og gert var í síðustu alþingiskosningum. Slíkir útreikningar hafa ekkert veruleikagildi. Ekkert samband er milli skoðana stjórnmálaflokks og skoðana þess meirihluta, sem flokkurinn tekur þátt í. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sósíaldemókratíska stefnu en öfgafrjálshyggju í verki. Vinstri græn og fleiri flokkar hafa svipað ósamræmi. Sá, sem reiknar út, hvaða flokkur sé næstur sér, er dæmdur til verða fyrir sárum vonbrigðum. Látið ekki plata ykkur eins og sum ykkar gerðu í kosningunum í fyrra.