Lærið af reynslunni

Punktar

Um áramótin geta kjósendur litið yfir öndverðan veturinn, séð mistök sín og reynt að læra af þeim. Sjálfstæðisflokkurinn styður ekki frjálshyggju, er bófaflokkur pilsfaldastefnu kvótagreifa og annarra auðgreifa. Viðreisn er frjálshyggjuflokkur atvinnulífsins, en enginn miðflokkur. Stefnan er marklaus að því leyti og sama má segja um Bjarta framtíð. Hvorir tveggja vernda kvótagreifa, eins og Vinstri græn gera raunar líka. VG hafa að öðru leyti góða stefnu, en of einþykka til að semja um völd. Píratar hafa bezta stefnu, bezta pólitíkusa. Hafa lært að slá af kröfum til að ná fram öðrum kröfum. Í stjórnarviðræðum flokkanna hafa píratar borið af.