Ari Edwald ætti að hætta þessum skylmingum út af aðstöðu Mjólkursamsölunnar í tilverunni. Snúa sér heldur að lækningu þessa sjúka fyrirtækis, sem hagar sér eins og fauti í skjóli einokunar. Svo væri líka frábært, ef hann kæmi því úr efsta sæti sykurkaupenda landsins. Mjólkursamsalan ber þunga ábyrgð á aukinni sykurfíkn landsmanna, sem fyrirtækið magnar með sífellt sætari vörum. Þar á ofan voru sykruðustu vörurnar kallaðar „skóla …“. Vegna aðstöðu sinnar ætti Samsalan að siðvæðast, það er verðugt verkefni fyrir Ara. Og forðast að starta verðbólgu með verðhækkunum, sem ekki er hægt að skrifa á nýja kjarasamninga.
