Lækkun ríkisvaxta

Punktar

Óskynsamlegt er að einkavinavæða ríkisbankana þrjá. Við vitum, hvernig síðast fór. Miklu nær er að ná vöxtum niður á ríkisskuldum. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, hefur lagt það til. Þeir eru núna að meðaltali rúm 5%. Lífeyrissjóðirnir telja sig þurfa minnst 2,5% til að halda verðgildi inneignar sjóðfélaga. Þeir eru í vandræðum með að finna ábyggilega skuldunauta og sumir hafa fíflast til að kaupa í Icelandair. Miklu nær er að lána ríkinu á 3% vöxtum. Þetta hefði líka þá hliðarverkun, að Seðlabankanum væri ei lengur stætt á margföldum vöxtum annarra seðlabanka. Vaxtastýring bankans hefur hvort sem er aldrei nein áhrif haft.