Lækkum laun flugumferðarstjóra

Punktar

Óbragð er að stuðningi samtaka opinberra starfsmanna og háskólamanna við landráðamenn í flugumferðarstjórn. Þeir eru með hæst launuðu stéttum og misnota aðferðir öreiganna. Telja sig hafa haustak á þjóðinni, sem þarf stöðugar gjaldeyristekjur af ferðamönnum. Ríkisstjórnin á að hafa tilbúið frumvarp um bann við verkfalli flugumferðarstjóra og um lækkun launa þeirra. Verður vafalaust samþykkt á Alþingi, þar sem þorri þingmanna fyrirlítur verkfallshetjurnar. Frá því ég man eftir mér hafa þeir skorið sig frá öðrum í linnulausri græðgi og misbeitingu verkfallshótana. Lækkum laun þeirra.